Húsatóftavöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita, vestan við Grindavík, um 7 km frá Bláa Lóninu. Völlurinn er 18 holur, fimm þeirra eru á bökkunum með sjónum, þrettán eru norðan þjóðvegarins og teygja sig skemmtilega inn í hraunið.