Hvernig kemst ég til Grindavíkur?
Algengasta leiðin til Grindavíkur er um Grindavíkurveg. Sá vegur hefur þó farið þrisvar sinnum undir hraun að hluta. Þá hafa hinar tvær leiðirnar verið notaðar. Vegurinn er opinn núna.
Leið sem hentar þegar komið er af Suðurlandinu, t.d. Þorlákshöfn, Hveragerði eða Selfossi.
Leið sem er hentug ef komið er frá Reykjanesbæ eða flugvelli. Hentug ef fólk vill í leiðinni skoða Gunnuhver, Brimketil eða brúna milli heimsálfa.
Meðan kvikusöfnun á sér stað undir Svartsengi er ákveðinn tímarammi sem kvikuhlaup eða eldgos getur átt sér stað. Þegar kemur að því eru líkur á að aðgengi að Grindavík verði lokað eða mjög takmarkað um stund. Þetta er yfirleitt gert meðan verið er að meta umfang goss og staðsetningu þess.
Við setjum inn allar upplýsingar hér á forsíðu komi til lokunar.
Hér má finna nýjustu upplýsingar varðandi eldsumbrotin á Reykjanesskaga
Af hverju var Grindavík rýmd?
Grindavík var rýmd þann 10. nóvember 2023 vegna fjölda jarðskjálfta sem ollu skemmdum á vegum og eignum. Þá var einnig yfirvofandi eldvirkni. Þrátt fyrir að einhverjir rekstraraðilar hafi haldið starfsemi áfram hafa aðrir þurft að loka vegna skemmda í húsnæði.
Ríkisstjórnin stofnaði fasteignafélagið Þórkötlu sem sá um að kaupa eignir af íbúum sem ekki gátu eða vildu flytja aftur til baka.
Þó að eldgos og jarðskjálftar hafi valdið eignatjóni, dró úr tíðni þeirra og þeir færðust norðar frá bænum.
Grindavík þokkalega vel varin af varnargörðum sem eru hannaðir til að beina hugsanlegu hraunrennsli frá bænum.
Er Grindavík öruggt að heimsækja?
Sem stendur er Grindavík öruggt til heimsókna. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að ástandið er enn ófyrirsjáanlegt og því nauðsynlegt að fylgjast með nýjustu fréttum og fylgja leiðbeiningum. Virða þarf lokanir á þeim stöðum þar sem settar hafa verið upp girðingar.
Almenningur þarf að halda sig á merktum stígum og vegum, forðast einkalóðir og fara ekki út fyrir merkt svæði vegna hættu á sprungum.
Hvaða aðstaða er í boði?
Salerni eru aðgengileg í Kvikunni, menningarhúsi, sem staðsett er fyrir ofan höfnina. Einnig er hægt að finna þau á þeim veitingastöðum sem eru opnir.
Sundlaugin í Grindavík hefur nýlega opnað aftur fyrir almenning - þó með takmörkuðum opnunartímum. Nýtt opnunartímafyrirkomulag verður kynnt í byrjun janúar 2025.
Nokkrir staðbundnir ferðaþjónustuaðilar hafa einnig opnað aftur, þar á meðal eru ferðir um Grindavík og jafnvel fjórhjólaferðir!
Er hægt að fá mat í Grindavík?
Sem stendur hafa aðeins nokkrir veitingastaðir opnað aftur, en fleiri er vonandi að vænta á nýju ári. Hér er listi yfir þá veitingastaði og bakarí sem eru í boði:
Papa's Restaurant - pizza, fish & chips, hamborgarar o.fl.
Sjómannastofan Vör (bar og veitingastaður) - vikulegir matseðlar
Skeifan - lítil sjoppa, ís, fish & chips, samlokur, hamborgarar o.fl.
Hérastubbur bakarí - bakarísvörur, brauð, kökur,
Í dag býr aðeins brot af íbúum í Grindavík vegna þeirra jarðhræringa sem eiga sér þar stað. Bæði íbúar, fyrirtæki, þjónustuaðilar og viðbragðsaðilar hafa aðlagað sig að miklu leiti þeim takti sem kominn er í jarðeldana. Nú gýs á c.a. eins til tveggja mánaða millibili. Í þeim gosum sem hafa orðið fyrir ofan bæinn hefur aðeins eitt þeirra ógnað byggðinni þegar það rann inn í bæinn norðanverðan og skemmdi þar þrjú heimili.