HEIM

VELKOMIN TIL

GRINDAVÍKUR 

Grindavík


Grindavíkurbær kemur ferðamönnum oft verulega á óvart. Þótt Grindavík sé þekktust fyrir Bláa lónið, býður bærinn einnig gestum upp á fjölbreytt tækifæri til afþreyingar, tómstunda og fjölskylduskemmtunar. Þá hafa náttúruöflin látið á sér kræla en árið 2021 var eldgos í Fagradalsfjalli í hálft ár. grindavik@grindavik.is

Hvað viltu gera?

Hvað er Grindavík fyrir þér?

Bær aflakónga, frumkvöðla og duglegs fólks sem hikar ekki við að taka áhættu? Bær eins fallegasta golfvallar á landinu? Nú eða bær fyrsta flokks íþróttastarfs? Hvað sem það er sem hrífur þá er Grindavík dásamlegur staður. 

Grindavík er umvafinn fallegri náttúru.

Grindavík er umvafin fallegri náttúru og er útivist því mjög vinsæl. Í boði eru fjölmargar frábærar göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir. Þá eru reiðstígar og stígar fyrir vélhjól einnig á svæðinu. 
Grindavík er mjög nálægt höfuðborgarsvæðinu og leiðin þangað greið, hvort sem fólk velur að koma Reykjanesbrautina, vestur frá Reykjanesi eða hinn margrómaða Suðurstrandaveg. Heimsókn til Grindavíkur er tilvalinn sunnudagsrúntur. Renndu við!

Vissir þú?

Vissir þú að í Grindavík er líklega að finna flesta veitingastaði á landinu miðað við höfðatölu? Á annan tug veitingastaða er að finna þar sem bjóða upp á fjölbreytt úrval veitinga. 
Share by: