Bláa lóniđ Bláa Lónið er heilsu- og lækningarlind í fallegri náttúru Reykjaness.

 

Með heimsókn í Bláa Lónið ná gestir að lífga upp á samband sitt við náttúruna, drekka í sig útsýnið og njóta þess að baða sig í hreinu, fersku loftinu á meðan þeir slaka á í heitum jarðsjónum.

Það er ekki að undra að lesendur “Conde Nast Traveller” tímaritsins hafi kosið Bláa Lónið sem bestu heilsulindina á heimsvísu. Síðastliðin tíu ár hefur Bláa Lónið hlotið umhverfisviðurkenninguna Bláfánann sem er veittur fyrirtækjum sem stuðla að verndun umhverfis á náttúrulegum ströndum og höfnum.

Hitastig vatnsins er 37-39°c. Lónið hefur að geyma 9 milljón lítra af jarðsjó, sem endurnýjar sig á 40 stunda fresti. Reglulegar prófanir sýna að algengar bakteríur þrífast ekki í þessu vistkerfi, þannig ekki ekki er þörf á viðbættum hreinsunarefnum svo sem klór.

 

Lækningalind Bláa Lónsins veitir náttúrulega meðferð við húðsjúkdómnum psoriasis. Lækningalindin er starfrækt í samvinnu við íslensk heilbrigðisyfirvöld.  Lækningalindin er staðsett á miðri hraunbreiðu á Reykjanesinu þar sem kraftmikið náttúrulegt umhverfi hefur endurnærandi áhrif á líkama og hug. Böðun í Blue Lagoon jarðsjó sem þekktur er fyrir lækningamátt og einstök virk efni: steinefni, kísil og þörunga.


35 nýtískulega hönnuð, björt og rúmgóð tveggja manna gistihergi eru í boði fyrir gesti lækningalindarinnar. Rúmgóður veitingasalur er í lækningalind ásamt setustofu með sjónvarpi þar sem gestir geta slakað á og notið samverunnar. Gestir hafa einnig aðgang að matstofu, afþreyingaherbergi, vel búnum tækjasal, þar sem stunda má líkamsrækt, og skjólgóðum garði til útiveru og hvíldar.

 

Á LAVA helst einstakt íslenskt umhverfi og matur sem byggir á hreinu íslensku hráefni í hendur og veita einstaka íslenska upplifun. Ferskt sjávarfang og íslenskt lambakjöt setja svip sinn á matseðilinn. Nálægð við Grindavík tryggir aðgang að fersku sjávarfangi á degi hverjum.

LAVA er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa Lónið. Einn veggur staðarins er náttúrulegur steinveggur en hinir eru háir glerveggir með útsýni yfir lónið.

Contact

420-8800

Location

Svartsengi
63.880223 / -22.450403